Ef miðarnir þínir eru ekki sýnilegir í KSÍ appinu skaltu fyrst ganga úr skugga um að þú hafir skráð þig inn með sama netfangi og þú notaðir við kaupin.
Það geta liðið nokkrar mínútur frá því kaup áttu sér stað þar til miði skilar sér í appið.
Eðlilegt er að miðinn birtist ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir leik, jafnvel á leikdegi.
Ef miðar eru ekki komnir á leikdag, hafðu þá samband við skrifstofu KSÍ á midasala@ksi.is.
Ekki hafa áhyggjur - miðarnir glatast ekki og KSÍ getur aðstoðað við að finna miðana.