KSÍ gefur miða út í miða-appi þar sem miðinn birtist. Það þýðir að þú færð ekki miða til útprentunar í tölvupósti.
Eftir kaup færðu leiðbeiningar í tölvupósti um hvernig skal hlaða niður appinu.
Svona lítur appið út í app-store og play-store.
Miðinn/miðarnir munu birtast í appinu í snjallsímanum þínum.
Mikilvægt er að tölvupóstfangið sem notað er við innskráningu í appinu sé það sama og notað er til að kaupa miða.