KSÍ býður upp á nokkra miðaflokka eftir leiktegund og verðsvæðum.
Hægt er að kaupa miða fyrir fullorðinn (17 ára og eldri) og börn (16 ára og yngri).
Hægt er að óska eftir miða fyrir bæði stuðningsmenn í hjólastól og sjónskerta/blinda stuðningsmenn ásamt fylgdarmanneskju. Vinsamlegast sendið tölvupóst á midasala@ksi.is.
Miðaverð á landsleiki eru mismunandi og fer það eftir andstæðingum, keppnum og svæði í stúku. Hægt er að sjá verðsvæðin á miðasöluvef KSÍ.
Veldu þá gerð sem hentar þínum þörfum.
Vegna Bikarúrslitaleikja: Aðeins er selt í ónúmeruð sæti. Velja þarf lið sem þú styður og muntu þá fá sæti hjá viðkomandi stuðningsmönnum.